Fyrir hverju stendur Regla musterisriddara
Regla musterisriddara vill fá til liðs við sig fulltíða menn, sem vilja á siðferðis- og félagslegum forsendum bindast bræðralagi sem grundvallað er á kærleika, trúmennsku, ábyrgð og skyldurækni.
Regla musterisriddara hvetur félaga sína til að vinna af trúmennsku og þrótti öll störf sem þeir taka að sér og vinni ötullega að því að umbreyta kærleikanum til Guðs, föðurlandsins og náungans í orð og athafnir.
Regla musterisriddara tekur ákveðna afstöðu gegn notkunar hverskonar vímuefna. Við inngöngu í Regluna heitir bróðurinn því að neyta ekki neins konar áfengra drykkja né annarra vímugjafa. Þessi krafa um bindindi er séreinkenni Reglu vorrar.
Regla musterisriddara hefur, eins og margar aðrar Reglur, sótt hugmyndir og starfsaðferðir til riddarareglna miðalda og þróað áfram hefðir þeirra.
Regla musterisriddara verndar heimili og fjölskyldur og félagarnir taka virkan þátt í ýmsum verkefnum. Víða starfa eiginkonurnar í kvenfélögum sem styrkir samstöðu okkar. En félög þeirra eru rekin á sjálfstæðum grunni.
Segja má um félaga Reglu musterisriddara að þeir séu félags- og efnahagslega sem þversnið af samfélaginu, og að meðal þeirra ríki sterk tilfinning vinskapar og samstöðu um hugsjónir Reglunnar.
Regla musterisriddara er ekki leynileg. Lög hennar og félagaskrá eru öllum opin. Sama gildir um bækur um almenn málefni Reglunnar. Hinsvegar er Regla musterisriddara ”lokaður félagskapur”, þar sem félagarnir af uppeldisfræðilegum ástæðum ræða ekki um hin innri störf Reglunnar. Innihald siðbóka og merking tákna sem notuð eru til að lífga hugsjónainnihald Reglunnar, er ekki opið almenningi. Slíkt verklag er almennt þekkt meðal reglufélaga sem taka hlutverk sitt alvarlega.
Heit félaga Regla musterisriddara er viljayfirlýsing um ævilanga aðild að bræðralagi þar sem samviska hvers félaga er dómari hans. Þeir félagar finnast sem af ýmsum ástæðum eru ekki lengur virkir félagar í Reglunni, en heitið um þögn er samt sem áður í fullu gildi sem samviskuskuldbinding.
Regla musterisriddara byggir á kristinni trú. Að öðru leyti leggur Reglan engar hömlur á trúarskoðanir félaganna né stjórnmálaviðhorf. Reglan leggur áherslu á hugsjónastarf og vilja til að vinna að siðferðilega háleitum markmiðum.