Á þessari heimasíðu er reynt að varpa ljósi á hvað það felur í sér að vera Musterisriddari.

Við leggjum mikla áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar, fjölskyldan og heimilið eru hornsteinar samfélagsins.

Viðburðir utan hefðbundins reglustarfs eru mikilvægir, þeir auka persónuleg kynni bræðranna og fjölskyldna þeirra, auka samkennd og efla félagsandann.

Regla musterisriddara byggir á kristinni trú. Að öðru leyti leggur Reglan engar hömlur á trúarskoðanir félaganna né stjórnmálaviðhorf. Reglan leggur áherslu á hugsjónastarf og vilja til að vinna að siðferðilega háleitum markmiðum.

Víkurhvarf 1, 203 Kópavogi

Á Íslandi eru tvær félagsdeildir

  • Riddaramusterið Hekla í Reykjavík
  • Riddaramusterið Askja á Akureyri

Jón Árnason var einn af stofnendum reglu musterisriddara á Íslandi og fyrsti meistari reglunnar. Sjá nánar.